Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt grískan mann í fangelsi fyrir að selja eiturlyf.
Karlmaðurinn var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, laugardaginn 20. apríl 2024, utandyra við Landakotskirkju að Hávallagötu í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 4,97 g af hassi, 32,43 g af maríhúana, 1,89 g af MDMA og 9,19 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem lögregla fann í tösku ákærða.
Íslensk kona sem ætlaði að kaupa eiturlyf af manninum bar vitni í málinu en maðurinn neitaði sök og kannaðist ekkert við töskuna. Samkvæmt lögreglu kastaði Grikkinn töskunni í runna þegar hann tók eftir lögreglu.
Maðurinn var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.


Komment