1
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

2
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

3
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

4
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

5
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

6
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

7
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

8
Minning

Helgi Pétursson er látinn

9
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

10
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

Til baka

Sótölvaður maður sló ungmenni

Þrír réðust á einn í Árbænum.

loggan-696x385
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjölmenni var í miðborginni í nótt en hún var þó með rólegasta móti að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 75 mál bókuð hjá lögreglunni frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun og gista sex í klefa lögreglunnar eftir nóttina.

Tilkynning barst um ökumann sem hafði keyrt bíl sínum á annan bíl og síðan ekið á brott. Fannst ökumaðurinn í nágrenninu og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu þar til hann verður skýrsluhæfur.

Maður braut rúðu á heilbrigðisstofnun en kauðinn fannst í nágrenninu og tekin var af honum skýrsla.

Þá barst tilkynning um tvo menn sem sváfu ölvunarsvefni á hóteli í miðborginni, án þess þó að eiga pantað herbergi. Hvorugir þeirra voru færir um að valda sjálfum sér og voru þeir því vistaðir í fangaklefa þar til rennur af þeim.

Lögreglan á Hverfisgötu stöðvaði ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum vímuefna. Reyndist hann einnig sviptur ökuréttinum auk þess sem hann hafði meint fíkniefni meðferðis. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hlemm í venjubundið ferli.

Sama lögregla stöðvaði ökumann sem var með nagladekk undir bifreið sinni en má hann eiga von á himinháa sekt enda 20.000 króna sekt fyrir hvern negldan hjólbarða. Reyndist hann einnig hafa neytt áfengis en blés þó undir refsimörkum en var gert að hætta keyrslu.

Í miðborginni barst tilkynning um mann sem kastað hafði glerglasi í annan mann en árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Brotaþolinn hlaut minniháttar áverka.

Lögreglan á Vínlandsleið var með virkt eftirlit við vínbúð en voru ríflega 100 ökumenn látnir blása. Reyndust tveir þeirra vera yfir refsimörkum og voru handteknir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Þá blés einn ökumaður undir refsimörkum og var bannað að halda akstri áfram.

Sótölvaður maður sló ungmenni og var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Í Árbænum réðust þrír aðilar á ungan mann með höggum og spörkum en þeir tóku til fótana áður en lögreglu bar að garði. Málið er í rannsókn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys
Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys

„Það hefur ítrekað komið í ljós að umræddur staður er hættulegur“
Novasvellið rís á Ingólfstorgi
Myndir
Mannlífið

Novasvellið rís á Ingólfstorgi

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára
Einkaviðtal
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun
Landið

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu
Innlent

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum
Heimur

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku
Heimur

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys
Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys

„Það hefur ítrekað komið í ljós að umræddur staður er hættulegur“
Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu
Innlent

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug
Innlent

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Loka auglýsingu