1
Pólitík

Hagfræðingur SFS gerir grín að gagnrýninni

2
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

3
Menning

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hóta refsingu fyrir að minnast á Gaza

4
Pólitík

Segir nýjan vinskap Trump við Salman prins áhyggjuefni fyrir Ísrael

5
Heimur

Írak krefst sameiginlegrar aðgerða Araba til að stöðva fjöldamorðin á Gaza

6
Heimur

Nýtt blóðpróf gefur Alzheimer-sjúklingum von um snemmbæra greiningu

7
Menning

Flataskóli lenti í áttunda sæti í alþjóðlegri söngvakeppni

8
Menning

Blótar og biður leikara að standast Trump

9
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

10
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

Til baka

Sótölvaður maður sló ungmenni

Þrír réðust á einn í Árbænum.

loggan-696x385
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjölmenni var í miðborginni í nótt en hún var þó með rólegasta móti að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 75 mál bókuð hjá lögreglunni frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun og gista sex í klefa lögreglunnar eftir nóttina.

Tilkynning barst um ökumann sem hafði keyrt bíl sínum á annan bíl og síðan ekið á brott. Fannst ökumaðurinn í nágrenninu og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu þar til hann verður skýrsluhæfur.

Maður braut rúðu á heilbrigðisstofnun en kauðinn fannst í nágrenninu og tekin var af honum skýrsla.

Þá barst tilkynning um tvo menn sem sváfu ölvunarsvefni á hóteli í miðborginni, án þess þó að eiga pantað herbergi. Hvorugir þeirra voru færir um að valda sjálfum sér og voru þeir því vistaðir í fangaklefa þar til rennur af þeim.

Lögreglan á Hverfisgötu stöðvaði ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum vímuefna. Reyndist hann einnig sviptur ökuréttinum auk þess sem hann hafði meint fíkniefni meðferðis. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hlemm í venjubundið ferli.

Sama lögregla stöðvaði ökumann sem var með nagladekk undir bifreið sinni en má hann eiga von á himinháa sekt enda 20.000 króna sekt fyrir hvern negldan hjólbarða. Reyndist hann einnig hafa neytt áfengis en blés þó undir refsimörkum en var gert að hætta keyrslu.

Í miðborginni barst tilkynning um mann sem kastað hafði glerglasi í annan mann en árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Brotaþolinn hlaut minniháttar áverka.

Lögreglan á Vínlandsleið var með virkt eftirlit við vínbúð en voru ríflega 100 ökumenn látnir blása. Reyndust tveir þeirra vera yfir refsimörkum og voru handteknir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Þá blés einn ökumaður undir refsimörkum og var bannað að halda akstri áfram.

Sótölvaður maður sló ungmenni og var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Í Árbænum réðust þrír aðilar á ungan mann með höggum og spörkum en þeir tóku til fótana áður en lögreglu bar að garði. Málið er í rannsókn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


250518_0300_012
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

Skip siglir á Brooklyn-brúnna
Myndband
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

Gaza
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

Ísrael Eurovision YUVAL Raphael
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

Pedro Pascal
Menning

Blótar og biður leikara að standast Trump

My father´s shadow.
Menning

Nígeríska kvikmyndaiðnaðinum hleypt inn í aðalval Cannes í fyrsta sinn

Yuval Raphael keppandi Ísraels Eurovision
Ný frétt
Menning

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hóta refsingu fyrir að minnast á Gaza

Birta Karen Tryggvadóttir SFS hagfræðingur
Pólitík

Hagfræðingur SFS gerir grín að gagnrýninni

Loka auglýsingu