1
Heimur

Lík fundið í leit að hinni 18 ára Hönnu

2
Heimur

Karlmaður látinn eftir hörmulegt slys á Kanarí

3
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

4
Innlent

Höfðingjasetur til sölu við Elliðavatn

5
Pólitík

Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein

6
Pólitík

„Þessu ofbeldi verður að linna“

7
Fólk

Stefán Pálsson segir „hávísindalega tilraun“ í gangi í Eskihlíðinni

8
Pólitík

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum

9
Innlent

Ofbeldi foreldra gegn börnum eykst á landinu

10
Heimur

Lögreglan rannsakar líkfund á ástralskri strönd

Til baka

Sprenging í sjálfsvígssamtölum til 1717

Rauða krossinum er brugðið yfir aukningunni

Sjálfvígshugsanir
Aukning í vanlíðan67% aukning hefur orðið á sjálfsvígssamtölum við 1717 milli ára
Mynd: Shutterstock

Aldrei hafa borist jafn mörg samtöl vegna sjálfsvígshugsana til Rauði krossinn á Íslandi og á síðasta ári. Alls var haft samband við Hjálparsímann 1717 1.728 sinnum vegna sjálfsvígshugsana árið 2025, sem er 67% aukning frá árinu á undan, þegar slík samtöl voru 1.035 talsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Rauða krossins.

„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.

Aukningin birtist ekki aðeins í fjölda samtala heldur einnig í alvarleika þeirra. „Við höfum séð ákveðinn stíganda í þessa átt í samtölunum undanfarin ár en það er eiginlega ekki hægt að orða það öðruvísi en að sprenging hafi nú orðið milli ára, bæði hvað varðar fjölda sjálfsvígssamtala en einnig í alvarleikanum,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsímanum 1717.

Í 229 tilvikum á síðasta ári töldu starfsmenn og sjálfboðaliðar sem svöruðu símanum að viðkomandi væri í lífshættu og var þá haft samband við Neyðarlínuna 112.

Yfir 20 þúsund samtöl á árinu

Heildarfjöldi samtala við Hjálparsímann 1717 árið 2025 var 20.233. Um það bil jafnmargir leituðu sér aðstoðar í síma og í gegnum netspjallið 1717.is. Ungt fólk er mun líklegra til að nota netspjallið, sérstaklega á nóttunni þegar önnur úrræði eru lokuð.

Af þeim samtölum þar sem aldur var gefinn upp voru 21% frá einstaklingum yngri en 18 ára. Í þeim hópi sneru 278 samtöl að sjálfsvígshugsunum og 161 að sjálfsskaða. Hjá aldurshópnum 19–25 ára var haft samband 248 sinnum vegna sjálfsvígshugsana og 103 sinnum vegna sjálfsskaða. Oft voru fleiri en ein ástæða skráð fyrir hvert samtal.

Helstu ástæður þess að börn undir 18 ára hafa samband eru almenn vanlíðan, en einnig eru ofbeldi, þar á meðal stafrænt ofbeldi, kvíði, sjálfsskaði og félagsleg einangrun algeng umfjöllunarefni.

Þjónusta sem skiptir sköpum

Hjálparsíminn 1717 er lágþröskulda þjónusta þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar í fullum trúnaði án þess að gefa upp persónuupplýsingar. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hafa hlotið sérhæfða þjálfun í virkri hlustun og sálrænum stuðningi. Samtölin geta verið allt frá óljósum sjálfsvígshugsunum yfir í aðstæður þar sem viðkomandi hefur gert aðgerðaplan eða skaðað sig.

„Margir eiga engan að til að deila með áhyggjum sínum, kvíða eða vanlíðan,“ segir Elfa Dögg. „Þá skiptir öllu að geta hringt eða sent skilaboð í fullum trúnaði og fengið samtal við manneskju sem mætir þér af virðingu og hlýju.“

Rauði krossinn bendir á að augljós og vaxandi þörf sé fyrir Hjálparsímann 1717 og að lykilatriði sé að þjónustan sé í boði allan sólarhringinn. Rekstur slíkrar þjónustu sé kostnaðarsamur, en með stuðningi ráðuneyta og framlögum Mannvina Rauða krossins hafi tekist að halda úti næturþjónustu.

Ætíð er hægt að hafa samband við Hjálparsímann 1717, allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræðina fyrir árið 2025:

tölfræði Rauða krossins
tölfræði2
tölfræði3
tölfræði4
tölfræði5
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann
Myndband
Heimur

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann

Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma
Désirée prinsessa lést í svefni
Heimur

Désirée prinsessa lést í svefni

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum
Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum

Forsetaflugvél Trump snúið við í skyndi
Heimur

Forsetaflugvél Trump snúið við í skyndi

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót
Pólitík

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife
Heimur

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife

33 ára karlmaður gripinn með byssu
Innlent

33 ára karlmaður gripinn með byssu

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna

Kýrin Veróníka notar kúst til að klóra sér
Heimur

Kýrin Veróníka notar kúst til að klóra sér

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

Hernaðarsérfræðingur segir Bandaríkin hegða sér eins og „Rússland á sterum“
Heimur

Hernaðarsérfræðingur segir Bandaríkin hegða sér eins og „Rússland á sterum“

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni
Pólitík

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni

Innlent

Sprenging í sjálfsvígssamtölum til 1717
Innlent

Sprenging í sjálfsvígssamtölum til 1717

Rauða krossinum er brugðið yfir aukningunni
Ofbeldi foreldra gegn börnum eykst á landinu
Innlent

Ofbeldi foreldra gegn börnum eykst á landinu

33 ára karlmaður gripinn með byssu
Innlent

33 ára karlmaður gripinn með byssu

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna

Borgarstjórn biður Vöggustofubörnin afsökunar
Innlent

Borgarstjórn biður Vöggustofubörnin afsökunar

Krefst verulegrar endurskoðunar á frumvarpi um sjókvíaeldi
Innlent

Krefst verulegrar endurskoðunar á frumvarpi um sjókvíaeldi

Loka auglýsingu