
Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson er allt annað en sáttur við íslenskar kvikmyndir ef marka má nýlega færslu sem hann setti á Twitter.
Birti rithöfundurinn skjáskot af frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um að dræm aðsókn hafi verið á íslenskar kvikmyndir á árinu.
„Það er kannski vegna þess að íslenskar kvikmyndir er illa skrifuð andlaus og tilgerðarleg þvæla sem er framleidd til þess að ganga í augun á erlendum dómnefndum kvikmyndahátíða en ekki til þess að gleðja íslenskan almenning, sem fjármagnaði ófögnuðinn með opinberum styrkjum,“ skrifaði Stefán svo við myndina en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað bækurnar Svartur á leik og Skipið snemma á 21. öld.
Rithöfundurinn og skáldið Dóri DNA leiðréttir Stefán svo í athugasemdakerfinu. „Reyndar eru myndirnar sem eru ekki framleiddar með kvikmyndahátíðir í huga og án styrkja frá KMÍ að fá shit aðsókn líka.“
Stefán hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum á þessu ári og sett fram ýmsar skoðanir sem telja verður umdeildar.

Komment