
Stjörnulögmaðurinn Oddur Ástráðsson hefur verið ráðinn í vinnu af sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu ACT4.
Oddur mun vera yfirlögfræðingur hjá ACT4. Hann útskrifaðist sem Mag. Jur. frá Háskóla Íslands árið 2015 og með LL.M-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum skattarétti frá Háskólanum í Uppsölum árið 2017. Þá hefur hann einnig starfað sem fréttamaður hjá Stöð 2.
„Ég er bæði glaður og spenntur að ganga til liðs við ACT4. Það eru afar spennandi tímar framundan og tækifæri til að byggja upp framleiðslufyrirtæki sem skipar sér í sveit með öflugustu framleiðslufyrirtækjum Norðurlanda. Það er mér heiður og gleði að fá að taka virkan þátt í þeirri vegferð með því öfluga fólki sem ég fæ núna að vinna með á hverjum degi,“ segir Oddur í fréttatilkynningu um ráðningu hans.
Þá hefur Ólöf Sigþórsdóttir verið ráðin sem skrifstofustjóri og hönnuður og Birnir Jón Sigurðsson sem verkefnastjóri.

Komment