
Þrír keyrðu of hrattFimm leigubílstjórar í bobba
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er sagt frá því að fimm leigubílstjórar hafi verið sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Þá var einnig greint frá því að einstaklingur hafi verið rændur og var hnífur notaður í ráninu.
Tilkynnt var um stórfellda líkamsárás í Hlíðahverfi og er málið í rannsókn. Einnig var tilkynnt um ölvaðan einstakling sem var að öskra og berja á glugga í Hlíðahverfi.
Nokkrir ölvaðir ökumenn voru úti að aka og þá var einn farþegi í leigubíl sem neitaði að greiða fyrir farið. Í Breiðholti kom upp minni háttar umferðarslys og var tilkynnt um rúðubrot í Grafarvogi.
Þrír voru sektaðir fyrir ofan hraðan akstur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment