Leikarinn Aaron Moten er einn af þeim vinsælustu í heiminum í dag en hann fer með aðalhlutverk í þáttunum Fallout sem streymisveitan Amazon framleiðir og var sería tvö frumsýnd fyrir stuttu.
Þó eru ekki allir sem vita að Moten býr á Íslandi og hefur gert undanfarin fimm ár en hann er giftur leikkonunni Lilju Rúriksdóttur og eiga þau saman börn.
Moten hefur hægt og rólega byggt upp ferilinn og lék meðal annars aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Disjointed á móti stórleikkonunni Kathy Bates og þá lék hann einnig stórt hlutverk í kvikmyndinni Emancipation þar sem Will Smith leikur aðalhlutverkið.
Í nýlegu viðtali dásamar Moten íslenska náttúru en viðtalið var tekið á frumsýningu seríu tvö af Fallout. Þættirnir eru byggðir á samnefndum tölvuleikjum en þeir gerast mörgum árum eftir að kjarnorkustríð lagt jörðina í rúst.


Komment