1
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

2
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

3
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

4
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

5
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

6
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

7
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

8
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

9
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

10
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Til baka

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

„Við sjáum miklu fleiri tilfelli af veggjalús, kakkalökkum og lúsmýi en áður“

Moskítófluga
Moskítófluga nærir sigEf hlýnun heldur áfram nær moskítóflugan fótfestu hér á landi
Mynd: frank60/shutterstock

Veðurfarsbreytingar og aukin umferð ferðamanna til og frá landinu hafa gjörbreytt verkefnum meindýraeyða á Íslandi. Þetta segir Halldór Andri Árnason, framkvæmdastjóri Streymis heildverslunar á Akureyri, sem sérhæfir sig í vörum til meindýravarna, í samtali við akureyri.net.

„Við sjáum miklu fleiri tilfelli af veggjalús, kakkalökkum og lúsmýi en áður. Breyttar aðstæður og hlýnun spila þar inn í. Og þar sem skordýrategundirnar eru mun fleiri nú en áður á fólk oft í erfiðleikum með að sjá muninn milli tegunda og er þar af leiðandi að beita röngum aðferðum í baráttunni gegn þessum dýrum. Ávaxtaflugugildra virkar t.d. ekki á húsflugur, þar er einfaldur flugnaspaði eða límgildrur besta ráðið,“ segir Halldór.

Halldór hefur yfir 20 ára reynslu í greininni og segir að sala á vörum tengdum veggjalús hafi meira en tvöfaldast ár frá ári síðustu þrjú ár. Þetta er þó ekki faraldur að sögn Halldórs, heldur sé aukningin mikil vegna þess að við erum að koma úr nánast engu. Veggjalúsin er hins vegar erfið, hún getur lifað án fæðu í heilt ár og leynist gjarnan í glufum, sérstaklega í húsum með panilklæðningu.

Koltvísýringur laðar að veggjalýs

Til eru ýmis úrræði í baráttunni við skordýrið. „Við erum annars vegar að selja veggjalúsagildru og hins vegar veggjalúsavaka. Gildran virkar vel ef einhver sefur í rýminu en ef svo er ekki þá er mikilvægt að vera með búnað sem gefur frá sér koltvísýring, eins og veggalúsavakinn gerir, því koltvísýringurinn hvetur dýrið til að fara á stjá,“ útskýrir Halldór.

„Ef einhver sefur í rýminu dugar gildran vel, en ef ekki þarf búnað sem gefur frá sér koltvísýring, eins og vakinn gerir, því hann laðar veggjalúsina að. Vakinn notar hita og CO₂ til að herma eftir manneskju, og veggjalýsnar festast á límspjaldi.“

Að sögn Halldórs nýtast gildrur og vakinn bæði við greiningu og eftir meðhöndlun til að fylgjast með árangri. „Ef smitið er á byrjunarstigi eða eftir eitrun og nokkrar lýs eru enn á lífi í rýminu, þá eru þær leitandi að þessu ferómóni og fara í gildruna. Ef það er aftur á móti mikið af veggjalús þá er engin ástæða til að nota gildruna því það er vitað að veggjalús sé til staðar, auk þess virkar hún ekki eins vel ef hún er að keppa við aðra veggjalúsahópa eða bæli.“

Hann segir jafnframt að notkun á gufu og ýmsum efnum sé nauðsynleg í útrýmingu. „Í rauninni er ekki eitt efni sem gerir út af við hana heldur nota menn mörg efni og aðferðir saman, það virkar best.“

Nýir landnemar og hætta á moskítóflugum

Halldór segir fleiri skordýr nú hafa numið land á Íslandi. Kakkalakkar og maurar eru þegar komnir fyrir á ákveðnum stöðum, og það er líklega bara tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér. „Í raun er ótrúlegt að þær hafi ekki numið land nú þegar, fræðimenn vita í raun ekki af hverju þær eru ekki hér nú þegar því þær eru alls staðar í kringum okkur, í Norður-Noregi og einnig á Grænlandi.“

Segir hann að dæmi séu örugglega til um að flugvélar sem fljúgi á milli Grænlands og Akureyrar hafi borið moskítóflugur með sér en þær virðast þó ekki lifa hér.

„Sennilega er bara tímaspursmál að moskítóflugur komi hingað ef hlýnun heldur áfram.“

Nánar verður rætt við Halldór Andra á morgun á akureyri.net, þar sem hann segir frá sögu Streymis heildverslunar og því hvernig viðhorf Íslendinga til meindýravarna hefur þróast í gegnum árin.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

„Við erum að berjast fyrir betri heimi“
Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

„Við erum að berjast fyrir betri heimi“
Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Loka auglýsingu