1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

3
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

4
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

5
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

6
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

7
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

8
Innlent

Hópuppsögn hjá Icelandair

9
Heimur

Æðsti lögfræðingur IDF handtekinn vegna leka sem skók Ísrael

10
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

Til baka

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

„Við sjáum miklu fleiri tilfelli af veggjalús, kakkalökkum og lúsmýi en áður“

Moskítófluga
Moskítófluga nærir sigEf hlýnun heldur áfram nær moskítóflugan fótfestu hér á landi
Mynd: frank60/shutterstock

Veðurfarsbreytingar og aukin umferð ferðamanna til og frá landinu hafa gjörbreytt verkefnum meindýraeyða á Íslandi. Þetta segir Halldór Andri Árnason, framkvæmdastjóri Streymis heildverslunar á Akureyri, sem sérhæfir sig í vörum til meindýravarna, í samtali við akureyri.net.

„Við sjáum miklu fleiri tilfelli af veggjalús, kakkalökkum og lúsmýi en áður. Breyttar aðstæður og hlýnun spila þar inn í. Og þar sem skordýrategundirnar eru mun fleiri nú en áður á fólk oft í erfiðleikum með að sjá muninn milli tegunda og er þar af leiðandi að beita röngum aðferðum í baráttunni gegn þessum dýrum. Ávaxtaflugugildra virkar t.d. ekki á húsflugur, þar er einfaldur flugnaspaði eða límgildrur besta ráðið,“ segir Halldór.

Halldór hefur yfir 20 ára reynslu í greininni og segir að sala á vörum tengdum veggjalús hafi meira en tvöfaldast ár frá ári síðustu þrjú ár. Þetta er þó ekki faraldur að sögn Halldórs, heldur sé aukningin mikil vegna þess að við erum að koma úr nánast engu. Veggjalúsin er hins vegar erfið, hún getur lifað án fæðu í heilt ár og leynist gjarnan í glufum, sérstaklega í húsum með panilklæðningu.

Koltvísýringur laðar að veggjalýs

Til eru ýmis úrræði í baráttunni við skordýrið. „Við erum annars vegar að selja veggjalúsagildru og hins vegar veggjalúsavaka. Gildran virkar vel ef einhver sefur í rýminu en ef svo er ekki þá er mikilvægt að vera með búnað sem gefur frá sér koltvísýring, eins og veggalúsavakinn gerir, því koltvísýringurinn hvetur dýrið til að fara á stjá,“ útskýrir Halldór.

„Ef einhver sefur í rýminu dugar gildran vel, en ef ekki þarf búnað sem gefur frá sér koltvísýring, eins og vakinn gerir, því hann laðar veggjalúsina að. Vakinn notar hita og CO₂ til að herma eftir manneskju, og veggjalýsnar festast á límspjaldi.“

Að sögn Halldórs nýtast gildrur og vakinn bæði við greiningu og eftir meðhöndlun til að fylgjast með árangri. „Ef smitið er á byrjunarstigi eða eftir eitrun og nokkrar lýs eru enn á lífi í rýminu, þá eru þær leitandi að þessu ferómóni og fara í gildruna. Ef það er aftur á móti mikið af veggjalús þá er engin ástæða til að nota gildruna því það er vitað að veggjalús sé til staðar, auk þess virkar hún ekki eins vel ef hún er að keppa við aðra veggjalúsahópa eða bæli.“

Hann segir jafnframt að notkun á gufu og ýmsum efnum sé nauðsynleg í útrýmingu. „Í rauninni er ekki eitt efni sem gerir út af við hana heldur nota menn mörg efni og aðferðir saman, það virkar best.“

Nýir landnemar og hætta á moskítóflugum

Halldór segir fleiri skordýr nú hafa numið land á Íslandi. Kakkalakkar og maurar eru þegar komnir fyrir á ákveðnum stöðum, og það er líklega bara tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér. „Í raun er ótrúlegt að þær hafi ekki numið land nú þegar, fræðimenn vita í raun ekki af hverju þær eru ekki hér nú þegar því þær eru alls staðar í kringum okkur, í Norður-Noregi og einnig á Grænlandi.“

Segir hann að dæmi séu örugglega til um að flugvélar sem fljúgi á milli Grænlands og Akureyrar hafi borið moskítóflugur með sér en þær virðast þó ekki lifa hér.

„Sennilega er bara tímaspursmál að moskítóflugur komi hingað ef hlýnun heldur áfram.“

Nánar verður rætt við Halldór Andra á morgun á akureyri.net, þar sem hann segir frá sögu Streymis heildverslunar og því hvernig viðhorf Íslendinga til meindýravarna hefur þróast í gegnum árin.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

„Glúmur, you still got it.“
Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Líklegt að þinghaldið verði lokað
Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Loka auglýsingu