
Ekki virðist neinn hafa verið handtekinn í þriðja málinuMyndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að lögreglan hafi sinnt þremur tilkynningum um heimilisofbeldi og tvær konur hafa verið handteknar. Ekki er greint frá því að einhver hafi verið handtekinn í þriðja tilfellinu.
Þá var manni vísað úr félagslegu úrræði samkvæmt lögreglunni og óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna viðskiptavinar sem var með æsing á öldurhúsi.
Þá voru höfð afskipti af nokkrum ölvuðum ökumönnum og tilkynnt um umferðarslys þar sem ekið var aftan á aðra bifreið. Samkvæmt lögreglu urðu minni háttar meiðsli í því slysi en ekki er tekið fram hversu margir hlutu þau.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment