1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

7
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

8
Minning

Þórir Jensen er látinn

9
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

10
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

Til baka

Umdeild auglýsingaherferð Arion banka tekin úr umferð

Bankinn var fljótur að bregðast við

Arion fyrirsæta
Módel í Arion fatnaðiHægt var að vinna verðlaun í herferð bankans.
Mynd: Arion

Ný auglýsingaherferð Arion banka, sem beindist að hluta til að börnum, hefur verið tekin úr umferð. Athygli var vakin á því að hún var á ensku að einhverju leyti og mátti bankinn þola gagnrýni vegna þess.

Samkvæmt bankanum var fólk hvatt til að taka sprell og stuð upp á myndbönd og birta á samfélagsmiðlinum TikTok og merkja þau með myllumerkinu #ArionSport. Þátttakendur gátu svo unnið verðlaun frá bankanum en meðal þess sem hægt var að vinna var fatnaður. Sá fatnaður var hins vegar merktur á ensku.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, taldi þetta grafa undan íslensku.

„Mér finnst það algerlega ótækt og bankanum til skammar að reka þessa herferð undir slagorði á ensku,“ skrifaði prófessorinn um herferðina. „Íslenska á í vök að verkjast, ekki síst meðal ungs fólks. Þegar markaðsherferð er rekin undir ensku slagorði sendir það skýr skilaboð til unga fólksins um að íslenska sé ekki kúl - það sem máli skipti verði að vera á ensku. Það eru atriði eins og þetta sem grafa undan íslenskunni vegna þess að þau skapa neikvætt viðhorf til hennar en ýmsar rannsóknir sýna að lífvænleiki smáþjóðatungumála veltur ekki síst á viðhorfi ungu kynslóðarinnar - ef hún hefur neikvætt viðhorf til móðurmálsins á það sér ekki viðreisnar von. Ég vona að bankinn hætti snarlega að nota enskt slagorð og komi með íslenskt slagorð í staðinn.“

Arion banki virðist hafa tekið mark á þeirri gagnrýni sem sett var fram því bankinn hefur fjarlægt allt auglýsingaefni tengt herferðinni af samfélagsmiðlum.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Elínborgu Kvaran, forstöðumann markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka, um málið en hefur ekki fengið nein svör.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

„Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau“
Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

„Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau“
Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Loka auglýsingu