1
Innlent

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?

2
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

3
Fólk

Önnu leiðist hrein ósköp

4
Heimur

Leikkona varð fyrir bíl og lést

5
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

6
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

7
Innlent

Kallar val á friðarverðlaunahafa Nóbels „nöturlegt grín“

8
Innlent

Konan sem ekið var á er látin

9
Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“

10
Menning

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni

Til baka

Umdeild auglýsingaherferð Arion banka tekin úr umferð

Bankinn var fljótur að bregðast við

Arion fyrirsæta
Módel í Arion fatnaðiHægt var að vinna verðlaun í herferð bankans.
Mynd: Arion

Ný auglýsingaherferð Arion banka, sem beindist að hluta til að börnum, hefur verið tekin úr umferð. Athygli var vakin á því að hún var á ensku að einhverju leyti og mátti bankinn þola gagnrýni vegna þess.

Samkvæmt bankanum var fólk hvatt til að taka sprell og stuð upp á myndbönd og birta á samfélagsmiðlinum TikTok og merkja þau með myllumerkinu #ArionSport. Þátttakendur gátu svo unnið verðlaun frá bankanum en meðal þess sem hægt var að vinna var fatnaður. Sá fatnaður var hins vegar merktur á ensku.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, taldi þetta grafa undan íslensku.

„Mér finnst það algerlega ótækt og bankanum til skammar að reka þessa herferð undir slagorði á ensku,“ skrifaði prófessorinn um herferðina. „Íslenska á í vök að verkjast, ekki síst meðal ungs fólks. Þegar markaðsherferð er rekin undir ensku slagorði sendir það skýr skilaboð til unga fólksins um að íslenska sé ekki kúl - það sem máli skipti verði að vera á ensku. Það eru atriði eins og þetta sem grafa undan íslenskunni vegna þess að þau skapa neikvætt viðhorf til hennar en ýmsar rannsóknir sýna að lífvænleiki smáþjóðatungumála veltur ekki síst á viðhorfi ungu kynslóðarinnar - ef hún hefur neikvætt viðhorf til móðurmálsins á það sér ekki viðreisnar von. Ég vona að bankinn hætti snarlega að nota enskt slagorð og komi með íslenskt slagorð í staðinn.“

Arion banki virðist hafa tekið mark á þeirri gagnrýni sem sett var fram því bankinn hefur fjarlægt allt auglýsingaefni tengt herferðinni af samfélagsmiðlum.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Elínborgu Kvaran, forstöðumann markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka, um málið en hefur ekki fengið nein svör.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Þórunn J. Hafstein lætur af störfum
Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

Mikill meirihluti sammála ákvörðun RÚV um Eurovision
Innlent

Mikill meirihluti sammála ákvörðun RÚV um Eurovision

Kona grunuð um heimilisofbeldi
Innlent

Kona grunuð um heimilisofbeldi

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“
Myndband
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“
Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda
Heimur

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda

Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Þórunn J. Hafstein lætur af störfum
Kona grunuð um heimilisofbeldi
Innlent

Kona grunuð um heimilisofbeldi

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

Mikill meirihluti sammála ákvörðun RÚV um Eurovision
Innlent

Mikill meirihluti sammála ákvörðun RÚV um Eurovision

Loka auglýsingu