
Frá vettvangiBifreiðin er töluvert skemmd
Mynd: Aðsend
Umferðarslys varð á Tryggvagötu um klukkan 22:00 í kvöld en einn var fluttur á sjúkrahús.
Eins og sjá má á ljósmynd sem barst Mannlífi skemmdist að minnsta kosti ein bifreið í slysinu en svo virðist sem hún hafi endað á stólpa á Tryggvagötu en bíllinn er töluvert skemmdur. Talsverður viðbúnaður var í Tryggvagötu vegna slyssins.
Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru á þeim sem fluttur var á slysadeild, að sögn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment