
Joshua Noel D‘Souza og Tristan Diego Lima hafa verið dæmdir af Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja inn gras en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Þeir voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 6. desember 2025, í félagi, staðið að innflutningi á samtals 28.975 grömm af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin fluttu ákærðu til Íslands sem farþegar með flugi frá Toronto, Kanada, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstöskum ákærðu, annars vegar samtals 14.475 grömm af maríhúana í tösku ákærðu Joshua og hins vegar samtals 14.500 grömm af maríhúana í tösku ákærða Tristan.
Þeir játuðu báðir brot sín en þeir hafa ekki gerst brotlegir áður hér á landi.
„Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærðu hafi verið eigendur fíkniefnanna eða að þeir hafi tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs þeirra sem og skýlausrar játningar fyrir dómi,“ stendur meðal annars í dómnum.
Þeir voru báðir dæmdir í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Komment