
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um dökkan reyk frá nýbyggingu grunnskóla. Einn drengur úr hópi sex unglinga hafði kveikt í en drengirnir höfðu slökkt eldinn áður en viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Sjáanlegt tjón var þó eftir brunann. Foreldrar alla drengjanna ásamt skólastjóra og húsverði fengnir á staðinn vegna málsins.
Tilkynnt var um þrjá drengi uppi á þaki á öðrum grunnskóla í Reykjavík. Þeir fóru niður af skólanum og í burtu þegar þeir urðu varir við lögreglu.
Tilkynnt var um slagsmál fyrir utan fjölbýli í Reykjavík. Einn aðili sem var eftir á vettvangi í annarlegu ástandi sem vildi lítið ræða við lögreglu um hin meintu slagsmál. Seinna var aftur tilkynnt um sama aðila vera að berja og öskra á sameign hússins. Hann var ör og óútreiknanlegur og ekki í ástandi til að vera meðal almennings og var í kjölfarið vistaður í klefa.
Lögreglunni var tilkynnt um slys á ærslabelg í Kópavogi. Hinn slasaði fann til eymsla í hálsi og var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Komment