
Heitt og gott í Gömlu lauginniVar endurbyggð árið 2014.
Mynd: Gamla laugin
Eigendur Gömlu laugarinnar, sem nefnist Secret Lagoon á ensku, að Flúðum eru eflaust í skýjunum þessa daganna en fyrirtækið sem rekur baðlónið hagnaðist um 322 milljónir króna í fyrra.
Fyrirtækið hagnaðist um 259 milljónir króna árið 2023 og því ljóst að nokkur aukning hefur verið á hagnaðinum. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins starfa þar 24 einstaklingar í 14 stöðugildum.
Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði 330 milljón króna arður í ár en eigið fé var um 324 milljónir króna og eru eignir félagsins metnar á rúman milljarð.
Gamla laugin er í eigu hjónanna Björns Kjartanssonar og Agnieszku Szwaja en þau endurbyggðu lónið árið 2014.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment