18 mál þar sem hundur hefur bitið einstakling í Reykjavík hafa verið tilkynnt til yfirvalda á árinu en þetta kemur fram í svari Dýraþjónustu Reykjavíkur við fyrirspurn Mannlífs.
Áhyggjur hafa verið upp meðal sumra íbúa landsins eftir að tilkynnt var um ríkisstjórn Íslands ætli að leyfa hundahald í fjölbýli án þeirra takmarkana sem eru í dag. Hefur því verið haldið fram að hundsbitum muni fjölga nái þessar breytingar í gegn.
Í svarinu segir líka að mál þar sem hundur bítur annan hund í Reykjavík á þessu ári séu um það bil 40.
Mannlíf spurði einnig Dýraþjónustu Reykjavíkur um hver skoðun hennar væri á frumvarpinu umdeilda.
„DÝR mun skila inn umsögn varðandi frumvarp um breytt dýrahald í fjölbýlishúsum á Íslandi,“ sagði Helena Gylfadóttir, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, við þeirri spurningu.
Komment