1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

4
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

5
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

6
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

7
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

8
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

9
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

10
Innlent

Líkamsárás í Laugardal

Til baka

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Er ákærð fyrir að hafa myrt föður sinn

margrét löf klippt
Margrét Löf neitar sök í málinuHefur setið í gæsluvarðhaldi í marga mánuði
Mynd: Facebook

Aðalmeðferð í máli Margrét Löf hefst 19. nóvember, sem er eftir slétta viku.

Margrét Löf er ákærð í málinu fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og fyrir að hafa reynt að gera slíkt hið sama við móður sína en atvikið átti sér stað í apríl í fyrra á heimili foreldra hennar í Súlunesi í Garðabæ. Margrét hefur neitað sök í málinu.

Í ákæru á hendur henni er hún sökuð um að hafa misþyrmt föður sínum og móður allt frá kl. 22:30 fimmtudagskvöldið 10. apríl og fram til kl. 6:39 um föstudagsmorguninn 11. mars.

Hans Löf, faðir Margrétar, lést skömmu síðar en í ákærunni er sagt að hann hafi reynt að flýja en örmagnast við það. Í ákærunni er Margrét sögð hafa svipt hann lífi „með höggum og spörkum og öðrum brögðum, gripum, tökum og þrýstings og yfirfærslu á þunga, sem beindust einkum að höfði hans, búk og útlimum.“

Sagt er frá áverkum Hans í ákærunni og stendur að hann hafi hlotið „m.a. mikla og alvarlega áverka á höfði, í formi skráma, sára og marbletta í kringum augun og á ennissvæði, sára og mars á nefinu með undirliggjandi broti í nefbrjóskinu, blæðinga og afmyndana á eyrum, skrámusvæða á kinnum og marbletta og húðblæðinga á vinstri kinninni, sára og slímúðarblæðinga á vörunum og í munnslímhúðinni og marbletts á höku. Á framanverðum hálsi voru skrámusvæði, sem og á hægri og vinstri hlið hálsins, auk marbletta á hálsinum með undirliggjandi mjúkvefjablæðingu, þá hlaut hann mjúkvefjablæðingu aðliggjandi barkakýlinu, og efst í höfuðlöngum. Á handleggjum beggja handa voru skrámur og marblettir, þá voru marblettir á hægri þumal- og vísifingri. Mar á hægra læri og á hnénu. Stórt mar á vinstri mjöðm og niður á vinstra læri með undirliggjandi miklum margúl og marbletta á vinstra læri, hnénu og fótleggnum. Á bolnum hlaut hann fjölda og djúpa marbletti, ásamt drjúgum djúpum blæðingum í mjúkvef kviðarins og mjaðmagrindarinnar og mjúkvefjablæðingar í lendhryggnum. Fjölda rifbeinsbrota sem mynduðu brotakerfi neðarlega í aftanverðri brjóstgrindinni beggja vegna, brot í hægri þverindi fyrsta lendarhryggjarliðsins, blæðingu í lungnavefinn beggja vegna og blæðingar yst og ofarlega á hægri hlið hjartans og blæðingar í lifravefinn.“

Margrét er einnig ákærð fyrir að hafa reynt að bana móður sinni en móðir Margrétar hefur ítrekað heimsótt hana í fangelsi meðan hún hefur verið í gæsluvarðhaldi.

Mál Margrétar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Misþyrming á Selfossi
Menning

Misþyrming á Selfossi

Stundum er bæjarfélagið kallað Hellfoss
Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Hanna Katrín skipar nýja stjórn
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Norskt friðarverkefni nær til Íslands
Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Loka auglýsingu