
Mikill kippur fór í viðskipti með hlutafé í fjölmiðla- og fjarksiptafélaginu Sýn í dag. Félagið, sem rekur fjölmiðla á borð við Bylgjuna, Vísi.is og Stöð 2, hefur fallið um tæplega helming í virði á einu ári. Í dag varð viðsnúningur þegar áttu sér stað viðskipti upp á hálfan milljarð króna með bréf í félaginu og það hækkaði í virði um 6% á einum degi.
Þetta gerist beint í kjölfarið á því að staðfest var að Heiðrún Lind Marteinsdóttir kæmi inn í stjórn félagsins.
Heiðrún er lykillinn að fjársterkasta hópi íslensks efnahagslífs, ef frá eru taldir lífeyrissjóðir, sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ekki hefur komið fram hver það eru sem kaupa fyrir háar fjárhæðir í félaginu, en líklegasta skýringin er annað hvort tiltrú aðila á að Heiðrúnu fylgi fjármagn eða hreinlega að sjóðir útgerðarmanna hafi opnast fyrir fjölmiðlafélaginu, eins og öðru stóru einkareknu fjölmiðlafélaginu, sem rekið er í Hádegismóum ...
Komment