1
Innlent

Kærum Írisar „eltihrellis“ vísað frá

2
Innlent

Þekktur og fjölmennur ungmennahópur með leiðindi í Laugardalslaug

3
Fólk

Haley Joel Osment handtekinn

4
Innlent

Garðabæjarharmleikurinn: Gæsluvarðhald framlengt yfir dótturinni

5
Innlent

Lögreglan stöðvaði deilur viðskiptavinar við starfsmann búðar í Hafnarfirði

6
Fólk

Diljá sælleg og sæt í sólinni á Spáni

7
Skoðun

Gestapómenning í skjóli öryggis

8
Menning

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

9
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

10
Fólk

Mál Davíðs Goða og Fjólu gegn Eddu Falak komið aftur á dagskrá dómstóla

Til baka

Aðgerðarsinnar helltu rauðri málningu í tjörn við utanríkisráðuneytið

„Vill utanríkisráðherra hafa slíkt á samviskunni?“

Utanríkisráðuneytið
UtanríkisráðuneytiðAðgerðarsinnar voru með mótmælagjörning í nótt.
Mynd: Stjórnarráðið

Aðgerðarsinnar mótmæltu aðgerðarleysi utanríkisráðherra gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza í nótt með því að hella rauðum lit í tjörnina fyrir framan utanríkisráðuneytið í Austurhöfn. Þá rituðu þeir Gaza með rauðum lit á gangstéttina fyrir framan ráðuneytið.

89977382-1327-4f3e-9b6a-1b2bdd2c442c
Við utanríkisráðuneytiðÞrif í gangi á tjörninni.
Mynd: Aðsend

Samkvæmt yfirlýsingu frá aðgerðarsinnunum sem Mannlíf hefur undir höndum, vildu aðgerðarsinnarnir með blóðbaðinu, benda á samsekt ráðafólks í þjóðarmorðinu í Palestínu og fordæma langvarandi aðgerðaleysi stjórnvalda.

„Þá er ráðuneytið hvatt til þess að gera allt hvað það getur til að sækja Íslenska dvalarleyfishafa á svæðinu sem hafa samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi en sá hópur stækkar ört.“

Þá segir einnig í yfirlýsingunni að önnur lönd Evrópu hafi undanfarið unnið að því að sækja sitt fólk yfir landamærin.

„Önnur lönd Evrópu auk Tyrklands hafa undanfarnar vikur unnið ötullega að þvi að sækja sitt fólk yfir landamærin og koma því í öryggi með aðstoð IOM og Rauða krossins.“

Að lokum spyrja aðgerðarsinnarnir hvort utanríkisráðherra vilji hafa frekara blóðbað á samviskunni.

„Eins og komið hefur fram hyggjast ísraelsk stjórnvöld ásamt BNA rýma Gaza algjörlega. Þetta þýðir að þau sem ekki komast burt með aðstoð annarra þjóða verða öll drepin. Vill utanríkisráðherra hafa slíkt á samviskunni?“

Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri á lögreglustöð 1 í Reykjavík staðfesti málið við Mannlíf en hann segir að um klukkan þrjú í nótt hafi rauðri málningu verið hellt í litla tjörn fyrir framan utanríkisráðuneytið og „Gaza“ verið málað í rauðum lit á gangstéttina. Segir hann málið vera í rannsókn en að enginn grunur sé um hverjir hafi verið að verki. Aðspurður hvort málið sé litið alvarlegum augum hjá lögreglunni svaraði Unnar: „Nei, við lítum bara á þetta sem venjuleg eignarspjöll“.


Komment


Edda Falak
Fólk

Mál Davíðs Goða og Fjólu gegn Eddu Falak komið aftur á dagskrá dómstóla

Lögreglan, ljós
Innlent

Tilkynnt um byssuskot á leikvelli

Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson Brisk
Menning

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

Eldri hjón
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

Íris Helga Jónatansdóttir
Innlent

Kærum Írisar „eltihrellis“ vísað frá

dresden
Heimur

Unglingur í Þýskalandi gripinn við efnavopnagerð

Laugardalslaug
Innlent

Þekktur og fjölmennur ungmennahópur með leiðindi í Laugardalslaug