1
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

2
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

3
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

4
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

5
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

6
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

7
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

8
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

9
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

10
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Til baka

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“

Andri Snær Magnason
Andri Snær MagnasonStefán E. fær það óþvegið frá rithöfundinum

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason svarar harðlega umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í Morgunblaðinu, þar sem listrænn ferill hans var dreginn saman í „fimm bækur á 25 árum fyrir 137,8 milljónir eða 106.957 krónur á blaðsíðu“.

„Nákvæmni tölfræðinnar upp á krónu er aðdáunarverð og hefur yfirbragð vandvirkni en því miður er þetta röng tala,“ skrifar Andri Snær. Hann gagnrýnir blaðamanninn fyrir að endurbirta upplýsingar frá hagsmunasamtökum án sjálfstæðs mats: „Hlutverk blaðamanna er að leggja sjálfstætt mat á slíkt efni en það á ekki við að þessu sinni.“

Höfundurinn segir að starfsferill sinn sé mun víðtækari en fram kom í greininni. „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður,“ skrifar Andri Snær og bendir á að hann hafi ekki einungis starfað sem bókahöfundur heldur einnig sem leikskáld og kvikmyndagerðarmaður. „Í umsóknum mínum um starfslaun hafa leikrit og leikritun verið hluti eða kjarninn í mínu listræna starfi ásamt handritum fyrir heimildarmyndir.

„Öll þessi verkefni eru tilgreind í umsóknum mínum,“ segir hann og nefnir í framhaldinu fjölda verka sem hafi fengið viðurkenningar eða verið sýnd víða um heim. Þar á meðal eru Blái hnötturinn, sem settur hefur verið upp á fjölmörgum sviðum víða um heim, Úlfhamssaga sem hlaut sjö Grímutilnefningar, Draumalandið sem naut mikillar aðsóknar sem heimildarmynd og fékk Edduverðlaun, og Um tímann og vatnið, sem hefur komið út á 30 tungumálum og hlotið alþjóðleg verðlaun.

Hann segir að með því að sleppa leikverkum, kvikmyndum og öðrum verkefnum hafi blaðamaður dregið upp villandi mynd. „Fyrir að taka áhættur eða vinna þvert á listform er ferill minn notaður gegn mér,“ skrifar hann og bendir á að hann hafi einnig tekið þátt í alþjóðlegum listsýningum, verkefnum með Kronos Quartet og Yo-Yo Ma, sem og viðburðum fyrir stærstu ráðstefnur í heiminum.

Andri Snær gagnrýnir jafnframt stjórnsýslukæru sem Stefán Einar hafi lagt fram árið 2016 til að fá aðgang að umsóknum hans til Launasjóðs rithöfunda. „Miðað við framsetningu um ,krónur á blaðsíðu‘ og vantalin leikrit þá getur hver maður ímyndað sér hvílíku tjóni Stefán Einar hefði valdið ef hann hefði komist í umsóknir mínar,“ segir hann og bætir við að það hefði getað ógnað útgáfu bókarinnar Um tímann og vatnið.

Í færslunni bendir rithöfundurinn á að bókverk hans hafi selst í 110 þúsund eintökum á Íslandi, sem samsvari 550 milljóna króna veltu „sem skiptist á prentsmiðjur, bókabúðir, virðisaukaskatt, bókaforlag og höfundarlaun“. „Af hverju gat Stefán ekki reiknað út framlag okkar höfunda – hverju við skiluðum í stað þess að reikna út hversu mikil byrði við erum á samfélaginu?“ spyr hann og heldur áfram: „Af því að það - lét okkur líta of vel út? Að auk listræns framlag væri beinn fjárhagslegur ávinningur af starfi okkar? Talaði hann um fimm Íslandsmet? Alþjóðleg verðlaun? Að velgengi okkar innanlands og utan væru rök til að efla sjóðinn? Nei Stefán Einar er svo rasandi á sóuninni í feril minn, líkir því við að hann sjálfur hefði bara ,,mætt í vinnuna, einu sinni í mánuði alla mína starfsævi". Já ég hefði svo sannarlega viljað sjá mínar helgustu hugmyndir í hans höndum. Ég segi og skrifa: Helgustu hugmyndir.“

Hann endar á því að leggja áherslu á gæði verka sinna og þann tíma sem hann leggur í þau: „Það eina sem skiptir mig máli er gæði verkanna og TÍMINN sem ég gef þeim. Það er forsenda þess að þau fari um heiminn. Þá er von til þess að þau lifi mig – og ekki síst Stefán.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

„Ég ber að einhverju leyti ábyrgð á þessu“
Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Þrjú nýleg dæmi um þjófnað á greiðslukortum
Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Loka auglýsingu