
Í dagbók frá því í nótt er greint frá að lögreglan hafi sinnt máli þar sem maður réðst á annan á ölstofu. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan mætti og er málið í rannsókn.
Ökumaður bifreiðar stöðvaður við akstur við hefðbundið umferðareftirlit. Sá var handtekinn grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án réttinda. Ökumaðurinn einnig kærður fyrir vopnaburð.
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að keyra of hratt. Einn af þeim var á 87 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Annar ók á 116 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.
Óskað var aðstoðar lögreglu við að vísa tveimur einstaklingum út úr stigahúsi. Lögreglan mætti á staðinn og fór í málið.
Lögregla hafði afskipti af aðila sem reyndist vera með fíkniefni og vopn á sér
Komment