
Margir innan Framsóknarflokksins höfðu miklar væntingar til Ásmundar Einars Daðasonar þegar gekk til liðs við flokkinn frá Vinstri Grænum. Honum tókst að hrista af sér fréttir þess efnis að hann hafi kastað upp vegna áfengisdrykkju í flugi WOW árið 2015 þó það hafi tekið sinn tíma. Ásmundur hefur ávallt neitað sök að það hafi verið vegna áfengisdrykkju.
Það virtist birta aftur yfir Ásmundi þegar hann tók við sem ráðherra árið 2017 og var hann til lengri tíma einn vinsælasti ráðherra landsins. Nú er hins vegar að koma betur í ljós að staðan í þeim málaflokkum sem hann stýrði er hreinlega ekkert sérstök og virkilega slæm í einhverjum tilfellum. Augljósasta dæmi þess er skorturinn á meðferðar- og vistunarheimilum fyrir börn en ráðherrann fyrrverandi boðaði fjölmiðla á sinn fund í Mosfellsbæ til að tilkynna um opnum á slíku heimili. Það gerði hann aðeins nokkrum dögum fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust.
Það reyndist á endanum vera sýndarmennska og er ný ríkisstjórn ennþá að reyna greiða úr þeim flækjum sem Ásmundur skapaði. Það gæti því hafa verið lán í óláni fyrir Framsókn að hann komst ekki inn á Alþingi með þessa arfleifð ...
Komment