
Birgir ÁrmannssonVar þingmaður í rúm tvo áratugi.
Mynd: Alþingi
Birgir Ármannsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stofnað eigin lögfræðisþjónustu en hún ber nafnið Lögfræðiþjónusta Birgis Ármannssonar ehf.
Birgir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2003 til 2024 og leysti út málflutningsréttindi sín í sumar. Samkvæmt heimasíðu Lögfræðistofu Reykjavíkur hefur Birgir starfað þar undanfarið.
Tilgangur nýja félagsins er almenn lögfræðiþjónusta, ráðgjöf og tengd fjármálaumsýsla samkvæmt upplýsingum í Lögbirtingablaðinu.
Birgir sér um framkvæmdastjórn og fer með prókúruumboð
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment