
Fjölmiðlamaðurinn Andrés Magnússon hélt á dögunum upp á 60 ára afmælið sitt og auðvitað greindi Morgunblaðið frá stórafmæli starfsmannsins.
Þar var rjóminn af ákveðnum armi Sjálfstæðisflokksins auðvitað mættur og svo lét Össur Skarphéðinsson sig ekki vanta. Frosti Logason, fjölmiðla- og tónlistarmaður, og Ari Matthíasson, fyrrum Þjóðleikhússtjóri, voru einnig á svæðinu að fagna með Andrési. Svo er ekki hægt að halda svona partí án þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mæti.
Stefán Einar Stefánsson, einn nánasti samstarfsmaður Andrésar, var manna hressastur en svo bjart var yfir fjölmiðlamanninum að ekki reyndist mögulegt að mynda hann án sólgleraugna þrátt fyrir að teitið væri að mestu innandyra.
Reyndar hafa sólgleraugu verið notuð til annarra hluta en að verjast sólarbirtu ...
Komment