
Björn Þorláksson gagnrýnir Morgunblaðið harðlega fyrir gildishlaðnar fyrirsagnir og talar um „áróður í fréttalíki.“
Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundur Björn Þorláksson skrifaði færslu í morgun þar sem hann bendir á tvær fréttir frá Morgunblaðinu og spyr hvað hafi orðið um faglega blaðamennsku miðilsins.
„Hvað varð um "faglega" blaðamennsku Moggans? Sjáið þið hve orðavalið er orðið gildishlaðið í fyrirsögnum? "hrökklast" "afturreka". Hafi nokkru sinni verið til gríma sem dugði til að dulbúa pólitískt erindi er hún löngu fallin. Pungspörk og heift í stað faglegrar hlutlægni sem einkennir góða blaðamennsku. Áróður í fréttalíki.“

Þannig hefst færsla Björns en í næstu orðum kallar hann eigendur blaðsins „ólígarka“. Segir hann að skýra megi „bræðina“ að mestu vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur við völd í landinu. „Lyktin af óttanum berst úr Hádegismóunum.“
Hér má sjá seinni hluta færslunnar:
„Áróður ólígarkanna sem eiga blaðið og misnota stöðu sína að vild með ritstjórann í fararbroddi. Með því er ég ekki að segja að stór hluti starfsmanna vinni ekki vel og faglega frá degi til dags - en heiðvirð vinna kafnar vitaskuld í þessum ofsagný - sem skýra má að mestu með bræði vegna þess að flokkur ólígarkanna er ekki lengur við völd. Lyktin af óttanum berst úr Hádegismóunum. Hvort hún blandast hrútspungafýlu getur vel verið...“
Komment