
Björn Leifsson, eigandi World ClassEr einn ríkasti maður Íslands
Björn Leifsson, einn eiganda World Class, heldur áfram að græða haug af peningum en Laugar ehf., sem rekur World Class hagnaðist um 965 milljónir króna á síðasta ári.
Það er talsvert meira en þær 665 milljónir sem félagið hagnaðist um árið 2023. Eignir félagsins námu 3,4 milljörðum króna og var eigið fé um tvo milljarða. Björn á 36,6% í félaginu og greiddi það út hálfan milljarð í arð í fyrra.
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Síðasta ár var nokkuð gott hjá Birni en samkvæmt Hátekjulista Heimildarinnar var hann með 794.609.910 krónur í heildartekjur í fyrra og var 24. sæti allra Íslendinga í tekjum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment