Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er sagt frá því að tveir hafi verið handteknir brjótast inn í bifreið. Báðir aðilarnir voru í annarlegu ástandi og voru fluttir á lögreglustöð til vistunar.
Einn var handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig eftirlýstur. Aðilinn var vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um líkamsárás eftir að blóðugur maður sást utan við fjölbýlishús. Gerandinn fannst á staðnum og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um innbrot en þar var búið að spenna upp glugga og fara inn í geymslu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment