Reykjavíkurborg hefur gert þriggja ára samning við Samtökin ’78 en þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Í samingnum felst hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar, nemendur í 3., 6. og 9. bekk grunnskóla og innan íþróttafélaga borgarinnar.
Í samningnum felst jafnframt framlag vegna ráðgjafarþjónustu til að sinna stuðningsviðtölum fyrir hinsegin fólk og aðstandendur þeirra.
„Þetta er mikilvæg þjónusta fyrir hinsegin fólk en jafnframt fyrir aðstandendur, kennara og aðra sem vilja standa sig vel og stuðla að því að búa til gott samfélag, sem er auðvitað okkar markmið. Ég er stolt af þessum samningi og þessu samstarfi sem hefur verið öflugt og gott,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri við tilefnið.
Komment