
Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í fyrradag spurði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, um fangelsismál á Íslandi en í tíð síðustu ríkisstjórnar var tilkynnt um byggingu á Stóra-Hrauni og var vonast til þess að það yrði klárt í notkun 2028. Eðlilegt verður að teljast að Guðrún spyrjist fyrir um málið þar sem hún var nú dómsmálaráðherra og fangelsið lítið verið í sviðljósinu síðan ný stjórn tók við.
Svar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaherra var á þá leið að vissulega væri ennþá verið að vinna í uppbyggingu á Stóra-Hrauni. Það verður samt að segjast að hvernig Þorbjörg svaraði þykir ekki til fyrirmyndar en svarið innihélt derring, skæting og hroka sem átti engan veginn rétt á sér í þessu tilfelli. Þó að það sé vissulega að stóru leyti Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig staðan í fangelsismálum er í dag þá þarf hinn nýi ráðherra að sýna meiri fagmennsku á Alþingi ...
Komment