
Dómsmálaráðherra hefur skipað Drífu Kristínu Sigurðardóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra á skrifstofu löggæslumála í dómsmálaráðuneytinu en greint er frá þessu í tilkynningu frá yfirvöldum.
Skrifstofa löggæslumála fer með málaflokka lögreglu, landhelgisgæslu og almannavarna, auk vopnamála og annarra tengdra mála.
Fjórir umsækjendur voru taldir uppfylla almenn hæfnisskilyrði til að gegna embættinu og voru boðaðir í viðtal hjá nefndinni en alls bárust 16 umsóknir.
„Drífa Kristín var staðgengill skrifstofustjóra skrifstofu almanna- og réttaröryggis og teymisstjóri löggæsluteymis á sömu skrifstofu á árunum 2023-2025. Áður starfaði hún sem lögfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis frá árinu 2020-2023 þar sem hún bar ábyrgð meðal annars ábyrgð á málefnum löggæslu. Á árunum 2017-2020 starfaði Drífa Kristín sem lögfræðingur nefndar um eftirlit með lögreglu,“ segir meðal annars um Drífu í tilkynningu um skipun hennar.

Komment