
Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðan árið 2016. Hún verður seint sökuð um leti í vinnu en fáir einstaklingar hafa barist jafn harkalega fyrir hönd jafn fárra og Heiðrún. Hún hefur gert ýmislegt til að ríghalda í óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi.
Það er þó ekki næg vinna fyrir jafn duglega manneskju og Heiðrúnu en hún var í síðasta mánuði kjörin í stjórn Sýnar en fjölmiðlaveldi fyrirtæksins er sennilega það stærsta sem finnst hérlendis. Það hefur þó vakið athygli sumra að Heiðrún nefnir aldrei nýja stjórnarsetu sína þegar hún birtir aðsendar greinar, sem hún er mjög dugleg að gera, á Vísi en vefmiðillinn er einmitt í eigu Sýnar.
Kannski telur Vísir að það skipti litlu máli svona í ljósi þess að miðilinn birtir nánast allt sem SFS lætur frá sér án gagnrýni ...
Komment