
44 ára gamall maður fannst látinn neðst í gili á Tenerife.
Atvikið átti sér stað seint á þriðjudagsmorgni nálægt Calle Almáciga, skammt frá strandþorpinu Benijo á norðurhluta eyjarinnar.
Beiðni um aðstoð barst klukkan 10:30 þegar aðstandandi hafði samband við Neyðarlínuna og greindi frá því að maðurinn hefði fundist í gilinu en væri meðvitundarlaus. Sjúkralið og lögreglan voru send á staðinn í kjölfarið.
Sjúkraflutningamenn gátu því miður ekki gert annað en að staðfesta andlát mannsins. Slökkviliðsmenn fóru því næst að reyna ná líkinu upp úr gilinu, sem krafðist sérhæfðs búnaðar vegna erfiðrar aðkomu og ójafns landslags.
Lögreglan hefur þegar hafið rannsókn á andlátinu en á þessu stigi hafa engar frekari upplýsingar verið gefnar upp um hvernig maðurinn endaði í gilinu.

Komment