
Landsréttur er annað dómstig ÍslandsEiríkur Elís Þorláksson vill embætti
Mynd: Víkingur
Hinn 24. október 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði tvö embætti dómara við Landsrétt laus til umsóknar en greint er frá þessu í tilkynningu frá yfirvöldum.
Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt frá 1. janúar 2026. Hins vegar er um að ræða setningu í embætti dómara við Landsrétt. Sett verður í það embætti hið fyrsta til og með 28. febrúar 2029.
Alls sóttu sjö manns um embættin en athygli vekur að aðeins einn karlmaður er á lista umsækjanda.
Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.
Umsækjendur
- Eiríkur Elís Þorláksson dósent,
- Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari,
- Hildur Briem héraðsdómari,
- Hulda Árnadóttir héraðsdómari,
- Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og dómstjóri,
- Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari,
- Þorbjörg I. Jónsdóttir lögmaður.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment