
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nótt54 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Víkingur
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er sagt frá því að tilkynnt hafi verið um yfirstandandi innbrot í verslun. Einn aðili handtekinn á vettvangi en hann var í annarlegu ástandi.
Þá var einnig tilkynnt um bílveltu og kom fram í tilkynningu að einn hefði verið í bifreiðinni. Ekki er vitað um meiðsli þegar þetta er ritað.
Tveir einstaklingar handteknir eftir að tilkynning um þjófnað barst til lögreglu. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um umferðarslys þar sem tvær bifreiðar höfðu lent saman. Betur fór en á horfðist og hvorugur ökumaður slasaðist.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment