
Það er gott að búa í KópavogiNema þú viljir drekka kalt vatn í nótt
Mynd: Kópavogsbær
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ er greint frá því að loka þurfi fyrir kalt vatn frá klukkan 22:00 til 04:00 í kvöld og nótt. Þá loki sundlaugar hálf 10 um kvöldið.
Ástæða þess er að unnið verður við tengingu á nýjum miðlunartanki fyrir kalt neysluvatn í Kópavogi. Lokunin nær til alls Kópavogs fyrir utan Vatnsendahverfi
„Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum.
Góð hugmynd gæti verið að fylla á vatnsflöskur fyrir klukkan 22.00 ef þörf er á fyrir nóttina og setja vatn í fötur fyrir klósett.
Við bendum á að að þau sem eru með varmaskipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan.“
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment