
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint því að þrír ökumenn hafi verið handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þeir voru í kjölfarið fluttir á lögreglustöð í viðeigandi ferli. Þá voru tveir kærðir fyrir akstur án gildra ökuréttinda.
Lögregla var kölluð til vegna umferðarslyss en þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni á hringtorgi og endaði bifreiðin á hliðinni en engin slys urðu á fólki.
Þá var tilkynnt um tvo aðila í annarlegu ástandi í verslunarkjarna í austurbænum. Reyndust þeir hafa stolið vörum úr verslun þar. Afgreitt var á vettvangi og þeim svo vísað á brott.
Svo var einnig tilkynnt um eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón.
Komment