
ELKO er byrjað að lána fólki pening en greint er frá þessu í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Lánastarfsemin hefur fengið nafnið „Snjallgreiðslur ELKO“ og segir fyrirtækið að um sé að ræða fjármögnunarleið sem gerir viðskiptavinum kleift að fjármagna kaup sín á einfaldan, öruggan og sveigjanlegan hátt á hagstæðum kjörum.
Hægt hefur verið að fjármagna kaup sín í ELKO í gegnum þriðja aðila hingað til
„Markmiðið er að gera stór og smá kaup aðgengilegri fyrir alla, hvort sem um ræðir nýjan síma, tölvu, sjónvarp eða heimilistæki,“ segir í tilkynningunni.
„Við viljum einfalda líf viðskiptavina okkar og gefa þeim kost á hagstæðri fjármögnun. Með Snjallgreiðslum ELKO er hægt að velja greiðslufyrirkomulag sem hentar hverjum og einum, hratt, auðveldlega og á sanngjörnum kjörum,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri ELKO.

Komment