1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

5
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

6
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

7
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

8
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

9
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

10
Peningar

Hagnst um 70% meira

Til baka

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Anna Sigrún segist fékk boð um að greiða lausnargjald fyrir rafmagnshlaupahjól barnsins. „Dóttir mín grætur yfir hjólinu sínu,“ segir Anna Sigrún og gefst ekki upp.

Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Anna Sigrún ÁsgeirsdóttirÆtlar ekki að gefast upp eftir að síbrotapar tók rafmagnshlaupahjól 9 ára dóttur hennar.
Mynd: Facebook

Hvað gerir móðir þegar hún sér á myndbandsupptökum að hlaupahjóli dóttur hennar er stolið? Svarið fyrir Önnu Sigrúnu Ásgeirsdóttur var að gefast ekki upp, heldur leita uppi þjófana. Þegar hún komst að því með rannsóknarvinnu að síbrotapar hefði tekið hjólið tók hún næsta skref.

„Þessi kona rændi hlaupahjóli 9 ára gamallar dóttur minnar,“ segir hún í færslum á Facebook, þar sem nú gerir tilraunir til að endurheimta hlaupahjólið. Þar birtir hún mynd og hlekk á konu sem hefur langan glæpaferil. Þau umskipti urðu í málinu að þjófurinn hefur, að sögn móðurinnar, boðið henni að greiða lausnargjald: Að kaupa hlaupahjólið til baka.

Í samtali við Mannlíf segir Anna Sigrún að konan sem tók hjólið hafi játað. Anna ætlar hins vegar ekki að gefast upp. „Því dóttir mín grætur yfir hjólinu sínu. Skilur ekki af hverju einhver myndi stela því af henni,“ segir hún við Mannlíf.

MI rafmagnshlaupahjól

Dóttir hennar fékk hlaupahjólið í afmælisgjöf. Það er af gerðinni Xiaomi MI og var tekið í Engihjalla í Kópavogi á föstudaginn í síðustu viku.

Konan sem hún vísar á er með afkastamikinn brotaferil að baki. „Hún veit að hjólið sem hún tók var eigu 9 ára gamals barns en er alveg sama og neitar að skila. Ég er með upptökur af henni og kærastanum hennar taka það og mikið af skilaboðum okkar á milli,“ segir Anna Sigrún.

Hún er með skilaboð til fólks á Facebook: „Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um hvar það er að finna megið þið endilega senda mér skilaboð.“

Í nóvember síðastliðnum var konan sem er sögð hafa játað að hafa rafmagnshlaupahjólið dæmd í fangelsi, ásamt kærasta hennar, eftir að þau höfðu fengið á sig 11 ákærur. Hún kýldi meðal annars starfsmann í Krónunni sem greip hana við þjófnað. Við dóminn hafði hún þegar fengið níu aðra refsidóma.

Kærasti hennar var þá dæmdur fyrir árás á handrukkara með öxi. Hann hafði verið dæmdur sex sinnum áður.


Komment


Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu