1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

7
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

8
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

9
Minning

Þórir Jensen er látinn

10
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Til baka

Falsfrétt um Sigmund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson _in_Denmark_2023
Mynd: Wikimedia Commons / Christian Bjørnskov

Margir hafa lýst áhyggjum af heilsufari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í gegnum árin, ekki síst eftir að hann hóf að vara landsmenn við sýklinum toxoplasma í evrópskum matvælum, en át síðan hrátt nautahakk beint úr bakka í vegkanti í kosningabaráttunni 2021, af því að það var íslenskt og hann er þjóðrækinn.

Morgunblaðið ákvað að nýta sér áhugann á heilsufari formannsins um helgina. Frétt blaðsins á vefnum varð sú mest lesna í vikunni. Hún hafði fyrirsögnina „Sigmundur Davíð smitaður af e-coli?“

Falsfrétt Sigmundur Davíð

Sigmundur bar hins vegar engin einkenni e-coli-sýkingar og enginn grunur var um að hann væri með sýkinguna. Þar af leiðandi var sannleiksgildi fyrirsagnar vinsælustu fréttar mbl.is í vikunni ekki neitt, þótt segja megi rökfræðilega að spurning sé aldrei formlega ósönn.

Fréttin var byggð á innslagi í þátt Stefáns Einars Stefánssonar, þáttarstjórnanda í Spursmálum og eins af „bestu vörumerkjum ársins“ 2024. Þar er farið yfir samfélagsmiðlafærslur vikunnar og ein umfjöllunin fjallaði um að Sigmundur hefði fengið sér „beef tartare“, sem er þekktur franskur forréttur.

„Von­andi er hann ekki sárþjáður af E.coli bakt­eríu­sýk­ingu,“ sagði í umfjölluninni. „Það er mik­il­vægt að gegn­steikja mat­væli úr naut­grip­um. Talað um við 71° „at le­ast“. Það þarf nú ein­hver að fara kenna þess­um gæja á elda­vél - hann er orðinn fimm­tug­ur sko,“ segir í umfjölluninni.

Þannig varð falsfrétt að mest lesnu frétt Morgunblaðsins þessa vikuna með heimagerðri smellibeitu frá grunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

„Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau“
Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar
Slúður

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar

Loka auglýsingu