
Algengt viðhorf er að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, hafi margsannað dómgreindarbrest sinn í viðtali við Stöð 2 um ástarsamband hennar við 16 ára pilt. Í viðtalinu kennir hún fjölmiðlum um að hún hafi orðið að hætta sem ráðherra. Þá kallar hún piltinn „mann“ og færir ábyrgðina yfir á hann. Hún, sem 22 ára gömul kona andspænis 15 ára dreng, hafi ekki „ráðið við ástandið“ vegna þess að hann hafi verið „aðgangsharður“.
Ásthildur var starfsmaður í unglingastarfi trúfélags þegar sambandið hófst. Þrátt fyrir harða samkeppni hefur líklega enginn ráðherra tekið jafnlitla ábyrgð á sinni stöðu. Ljóst er af svörum hennar að Ásthildur ætti hvorki að vera ráðherra barnamála né yrði henni hleypt í vinnu á félagsmiðstöð með þetta viðhorf til ábyrgðar sinnar.
Komment