Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu frá því í nótt er greint frá því að nokkrir einstaklingar hafa verið teknir fyrir að keyra undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Þá var tilkynnt um manneskju sem lent í rafskútuslysi en viðkomandi var flutt á sjúkrahús með sjúkraliði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut manneskjan minni háttar meiðsli.
Lögreglan fékk einnig tilkynningu um slagsmál en slagsmálahundarnir voru farnar af svæðinu þegar lögreglan mætti til að athuga málið.
Lögreglan þurfti að skipta sér af tveimur hávaðamálum. Eitt var vegna gleði og annað vegna framkvæmda og bað lögreglan báða aðila um að lækka. Tilkynnt var um aðila sem var með leiðindi og hótanir við starfsmenn á bensínstöð, lögregla fór á vettvang og vísaði þeim aðila í burtu.
Ökumaður var stöðvaður fyrir að aka án gilda réttinda og svo kom í ljós að hann var eftirlýstur vegna skýrslutöku og var vistaður í fangaklefa.
Komment