
Ljóst er að mikil harka er komin nú þegar í oddvitabaráttu Samfylkingarinnar en Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, og Pétur Hafliði Marteinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, berjast um oddvitasætið fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Eins og Mannlíf greindi frá í gær var birtur listi stuðningsmanna borgarstjórans í auglýsingu í Heimildinni.
Óhætt er að segja að sá listi hafi vakið mikla athygli enda fjölmennur listi og margt þekkt fólk á honum og eru þar á meðal þekktir stjórnmálamenn. Hins vegar hefur komið í ljós að sumt fólk á listanum á ekkert erindi á hann og var ekki spurt hvort það hefði áhuga á að vera á honum.
Á listanum má meðal annars finna fólk sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir aðra stjórnmálaflokka.
Svona mistök geta verið dýrkeypt í prófkjörsbaráttu og hefur málið skapað mikla ólgu innan flokksins ...

Komment