
Íslenskt já takk segir Jóhann PállSérstaklega þegar kemur að grænmeti
Mynd: Stjórnarráðið
Í gær var tilkynnt að íslenskir grænmetisbændur muni fá 160 milljónir króna á næstunni og stillti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sér upp með bændum fyrir myndatöku til að fagna tímamótunum. Það er hægt að rökræða fram og til baka hvort upphæðin ætti að vera hærri en fjármununum er ætlað að auka orkunýtni og stuðla að orkusparnaði hjá bændunum.
Það verður að segjast að það er fátt Framsóknarlegra en að gefa bændum slíka upphæð í upphafi kjörtímabils. Þó Samfylkingin hafi verið stærsti flokkurinn í síðustu kosningum þá áttar Jóhann Páll sig greinilega á því að bændur á Íslandi eru gríðarlega áhrifamiklir og í raun nauðsynlegt að halda þeim góðum. Sérstaklega þegar sægreifarnir eru pirraðir eins og núna ...
Komment