
Eins og allir sem fylgjast með stjórnmálum vita er Framsóknarflokkurinn í miklum vanda. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, rétt skreið inn á Alþingi í síðustu kosningum og er lítil spenna innan flokksins að hann haldi áfram sem formaður. Því miður fyrir flokkinn féllu helstu vonarstjörnur flokksins, þau Lilja Alfreðsdóttir varaformaður og Willum Þór Willumsson, af þingi og ólíklegt að næsti formaður Framsóknar verði ekki þingmaður eða sterkur bæjarfulltrúi.
Hermt er að flokkurinn muni leita til Höllu Hrundar Logadóttur til þess að halda flokknum sýnilegum og hreinlega á lífi næstu fjögur árin. Hún hafi alla burði til þess að vera leiðtogi á þingi þó sumir séu óvissir hvort hún hafi hreint Framsóknarhjarta. Takist henni vel til gæti verið að hún sé framtíð Framsóknarflokksins ...
Komment