1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

4
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

5
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

6
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

7
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

8
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Til baka

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, varð ríkur af viðskiptum sem þóttu í meira lagi vafasöm.

Einar Örn Ólafsson
Einar Örn ÓlafssonVinur Bjarna Bendiktssonar fór úr því að vera fyrirtækjaráðgjafi yfir í að auðgaðst á viðskiptum sem voru rannsökuð af sérstökum saksóknara.
Mynd: Play Air

Einar Örn Ólafsson, fráfarandi forstjóri flugfélagsins Play, er einn mest umtalaði maðurinn á Íslandi í dag. Ástæðan er einföld: Gjaldþrot Play Air, sem hann stýrði, var tilkynnt í vikunni með gríðarlegum áhrifum á fjölda flugfarþega og fjárfesta. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Einar Örn hefur komist í fréttirnar vegna umdeildra viðskipta og vandræðalegra viðskiptahátta.

Einar Örn hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem fjárfestir og stjórnandi. Hann gegnir nú embætti stjórnarformanns Terra hf. og hefur áður verið forstjóri Fjarðarlax og Skeljungs. Þá hefur hann einnig starfað á fjármálamarkaði. Einar Örn lauk MBA-námi frá NYU Stern School of Business árið 2003 og er með B.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Vinur Bjarna Ben

Nafn fyrirtækjaráðgjafans Einars Arnar dúkkar upp oftar en einu sinni þegar kemur að umtöluðum viðskiptum á 21. öldinni. Fyrst ber að nefna að Einar Örn kom sem framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Glitnis fyrir í atburðarás sem tengist falli Glitnis banka. Einar Örn er vinur Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, til margra ára og átti í samskiptum við hann þegar Bjarni var bæði stjórnmálamaður og áhættufjárfestir í aðdraganda efnahagshrunsins. Einar Örn miðlaði samtali sínu við Bjarna Benediktsson um aðkomu Fjármálaeftirlitsins að atburðarásinni til bankastjóra Glitnis þann 6. október 2008, og var þannig hlekkur í keðju á milli stjórnmála og viðskipta. „Bjarni Ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna,“ skrifaði Einar Örn í tölvupósti til aðstoðarmanns bankastjórans. Með þeim hætti fengu Glitnismenn vitneskju um störf Fjármálaeftirlitsins innan úr ríkisstjórnarflokknum.

Bjarni Benediktsson
Bjarni BenediktssonÞingmaðurinn og síðar ráðherrann fékk dyggan stuðning frá Einari Erni og miðlaði til hans upplýsingum í bankahruninu.
Mynd: Golli

Eins og fjallað var um í Stundinni árið 2019, áður en lagt var lögbann á umfjöllun upp úr Glitnisskjölunum svokölluðu, náðu Bjarni Benediktsson og fjölskyldumeðlimir hans ítrekað að forða fé undan hruni bankanna, samhliða því að Bjarni hafði aðgengi að upplýsingum bæði sem stjórnmálamaður á Alþingi og sem fjárfestir. Samband Einars Arnar og Bjarna risti svo djúpt að stuðningsmannafélag Bjarna fyrir þingkosningar 2007 var skráð á heimili Einars Arnar í Vesturbæ Reykjavíkur.

Skeljungsfléttan í fréttum

Eftir að hafa verið eins konar aukaleikari í stórri atburðarás í hruninu varð Einar Örn í vaxandi mæli „player“ í viðskiptum. Leiðin sem hann fór í að hagnast hefur ekki verið óumdeild eða órannsökuð.

Árið 2018 var Skeljungsmálið svokallaða í í hámæli, en Einar Örn hafði þar um tíma stöðu sakbornings vegna rannsóknar á viðskiptum tengdum kaupum í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magni.

Málið var kært af Íslandsbanka árið 2016 og var í kjölfarið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðs­svik, meint skila­svik, mög­u­­leg mút­u­brot og mög­u­­legt brot á lögum um pen­inga­þvætti, tengd sölunni á olíufélaginu Skeljungi og tengdum félögum árin 2008 til 2013.

Einar Örn Ólafsson hafði þá starfað í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, ásamt Höllu Sigrúnu Hjartardóttur og Kára Þór Guðjónssyni, sem einnig fengu síðar stöðu sakborninga í málinu. Verkefni fyrirtækjaráðgjafarinnar var meðal annars að selja fyrirtæki, þar á meðal olíufélagið Skeljung.

Í stuttu máli atvikaðist málið þannig að nokkrum árum eftir að þau komu að sölu Skeljungs í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis kom í ljós að þau voru orðin eigendur og höfðu hagnast um 800 milljónir króna hvert við sölu Skeljungs til lífeyrissjóða.

Eignarhald þeirra á þeim fyrirtækjum, Skeljungi og P/F Magni, sem þau höfðu komið að sölu á þegar þau störfuðu í Íslandsbanka á árunum 2008 og 2009 hafði ekki verið opinbert og það var í rauninni ekki vitað að þau hefðu eignast eitthvað í umræddum fyrirtækjum fyrr en í október 2014 þegar Morgunblaðið greindi frá því að þau Einar Örn, Halla Sigrún og Kári Þór hefðu hagnast um þessar háu upphæðir, eftir að eignarhaldsfélag þeirra eignaðist hlutabréf í móðurfélagi P/F Magns, Heddu, fyrir aðeins 24 milljónir króna - og seldu hlutabréfin svo með um 800 milljóna króna hagnaði.

Ráðinn forstjóri félags sem hann kom að sölu á

Salan á Skeljungi til þröngs hóp fjárfesta hafði þótt grunsamleg, bæði vegna þess að einungis var seldur rétt tæpur meirihluti, sem skildi eftir áhrifalausan minnihluta í höndum bankans, og svo vegna þess að fyrirtækið þótti lágt verðlagt, ásamt því að kaupendur virtust fá tækifæri til að greiða kaupvirðið að hluta með eignum þess.

Í lok maí 2009 var Ein­ar, sem séð hafði um söl­una á meiri­hluta í Skelj­ungi fyrir hönd bankans, ráð­inn for­stjóri félags­ins af fólk­inu sem keyptu. Tveir full­trúar Íslands­banka í stjórn Skelj­ungs greiddu ekki atkvæði með ráðn­ing­unni.

Rannsóknin stóð í nokkur ár og sumarið 2018 dró til tíðinda þegar farið var í húsleitir og tvö þeirra sem tengdust málinu voru handtekin, þó sleppt samdægurs. Auk þeirra fengu fleiri réttarstöðu grunaðra, þar á meðal téður Einar Örn Ólafsson, sem á þessum tíma var orðinn forstjóri Skeljungs.

Þrátt fyrir ásakanir og langa rannsókn taldi héraðssaksóknari ekki tilefni til ákæru og lét málið niður falla árið 2023. Með því lauk margra ára réttaróvissu um viðskiptin sem höfðu um árabil verið í kastljósi fjölmiðla.

Græddu á laxeldinu

Einar Örn hagnaðist einnig verulega á sölu á hlutabréfum í íslensku laxeldi og var einn af þremur fjárfestum sem fyrst græddi á slíkum viðskiptum hér á landi. Þau Einar Örn, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjónsson keyptu hlutabréfin í gegnum félagið Fiskisund árið 2013. Árið 2016 seldu þau fyrirtækið Fjarðalax á Vestfjörðum til Arnarlax og fengu greitt fyrir í reiðufé og með hlutabréfum í hinu sameinaða félagi. Árið 2019 seldu þau síðan hlutabréfin í fyrirtækinu. Þegar allt var talið fékk Fiskisund um þrjá milljarða króna fyrir hlutabréfin sem það seldi.

Þar var því á ferðinni að hluta sama teymið og í Skeljungsfléttunni. Halla Sigrún hafði áður komið að tilraunum til að selja Fjarðarlax fyrir hönd Straums og Kári Þór sem ráðgjafi eigenda Fjarðarlax. Þau enduðu á að kaupa það sjálf í góðum „díl“, sem fyrr segir, og hagnast ævintýralega. Kaupin voru að mestu fjármögnuð með seljendaláni, en lánið var 8 milljónir dollara og kaupverðið yfir 10 milljónir dollara.

Hugsanlega hefur ekki skemmt fyrir að vinur Einars Arnar, Bjarni Benediktsson, var fjármálaráðherra á þeim tíma sem lykilákvarðanir voru teknar um rekstrarumhverfi laxeldis á Íslandi.

Bjarni Benediktsson skipaði áðurnefnda Höllu Sigrúnu Hjartardóttur sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins árið 2013, eða um það leyti sem hún hagnaðist með þeim hætti að þótti tilefni til rannsóknar, sem síðar var felld niður.

Gjaldþrot Play

Saga lággjaldaflugfélagsins Play er stutt og nokkuð stormasöm en það voru tveir stjórnarmenn hins fallna lággjaldaflugfélagsins WoW-air, þeir Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson, sem árið 2019 tilkynntu um að nýtt flugfélag myndi líta dagsins ljós en fyrst átti það að heita WAB (We Are Back) og átti að hefja flug árið 2020. Í nóvember sama ár hafði félagið ekki ennþá fengið flugrekstrarleyfi en sagði í tilkynningu að það hyggðist hefja flug á öðrum ársfjórðungi áriið 2021.

Upphaflega áætlaði félagið að það hefði 14 áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu en Play hóf að selja fyrstu flugmiðana í maí 2021. Þá vakti það neikvæða athygli að kjarasamningar félagsins sýndu að laun starfsfólks þar væri undir lágmarkslaunum á Íslandi en ASÍ hvatti af því tilefni til sniðgöngu á flugfélaginu.

Birgir Örn Jónsson var ráðinn framkvæmdarstjóri Play í apríl 2021 og gengdi því starfi til ársins 2024 en þá tók Einar Örn, sem þá var stjórnarformaður félagsins sem og einn aðaleigandinn. Af því tilefni skrifaði Birgir Örn eftirfarandi kveðjuorð:

„Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í uppbyggingu Play. Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga.

Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá borði. Play hefur nú slitið barnsskónum og er orðið þroskað flugfélag. Ég hef átt gott og náið samband við Einar og félagið er í góðum höndum hjá honum. Ég hlakka til að sjá félagið blómstra undir hans forystu. Ég vil þakka viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir einkar ánægjulegt samstarf. Ég mun svo kveðja stórkostlegan hóp starfsmanna á næstu dögum.”

Fullur tilhlökkunar

Einar Örn var fullur tilhlökkunar þegar hann tók við af Birgi í fyrra og sagði félagið standa á tímamótum.

„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Eftir kröftugt uppbyggingarstarf síðustu ára undir öflugri forystu Birgis er félagið á ákveðnum tímamótum. Sem stærsti einstaki hluthafi félagsins vil ég fylgja fjárfestingu minni eftir,“ sagði Einar Örn.

„Ég þekki vel til starfsemi og starfsmanna Play og sé mörg tækifæri og spennandi viðfangsefni framundan í rekstrinum. Ég er þakklátur stjórn Play fyrir traustið og vil líka þakka Birgi sérstaklega fyrir framlag hans til Play og ánægjulegt og gott samstarf.”

Þegar þarna var komið við sögu var farið að hrikta í stoðum flugfélagsins en þá hafði komið í ljós mikið tap á rekstri félagsins. Einar var þó hinn kokhraustasti þegar fréttamaður spurði hann hversu lengi félagið héldi út taprekstrinum en forstjórinn sagði að Play yrði alltaf til.

Lífeyrissjóðir tapa milljörðum

Fjórir íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu samtals um þremur milljörðum króna á falli Play Air, þótt hluti hafi fengist til baka með hækkun á gengi Icelandair í kauphöllinni.

Play átti að greiða kolefnisskatt fyrir meira en 1,2 milljarða króna daginn eftir gjaldþrotið.

Enn er reynt að finna út úr því hvað varð um 2,8 milljarða króna framlag sem kom til Play í gegnum skuldabréfaútgáfu í byrjun september. Ljóst er hins vegar að þeir sem lögðu fram fé fengu veð í lykileignum Play Air erlendis. Einn þeirra er Einar Örn Ólafsson, sem lagði fram 200 milljónir króna. Aðrir eru til dæmis Lífeyrisjóðurinn Birta, sem lagði fram 240 milljónir króna.

Einar Örn greip til ýmissa úrræða til að snúa Play frá falli. Þannig hóf félagið fljótlega eftir komu hans að birta kynferðislegar auglýsingar af brjóstum kvenna og bringum karlmanna.

Eftir gjaldþrot Play á Íslandi stendur einmitt eftir sú spurning, hvort félagið haldi áfram á Möltu með þær eignir sem haldast eftir, á meðan lífeyrissjóðir kveðja sína fjárfestingu.

En fyrir Einar Örn virðist harða lendingin vera síður en svo viðbúin. Hann flaug hátt helgina fyrir gjaldþrotið og dvaldi í lúxusborginni Marbella á Spáni, þar sem hann á húsnæði. Smartlandið greindi frá því að Einar Örn hefði flýtt sér heim á sunnudaginn, ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Play Air og fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem einnig dvaldi í spænsku lúxusborginni frægu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir hefðu flogið heim með Play, en þeir veislugestir sem urðu eftir í húsi Einars á Marbella gerðu það varla því flugfélagið var hætt starfsemi daginn eftir.

Þótt Einar Örn hafi tapað á falli Play Air er hann varla á flæðiskeri staddur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Óvenjuleg skotmörk í baráttu rússneskra stjórnvalda gegn LGBTQ+
Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, varð ríkur af viðskiptum sem þóttu í meira lagi vafasöm.
Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Loka auglýsingu