Teitur Björn Einarsson og Illugi Gunnarsson, fyrrum þingmenn, hafa stofnað saman fyrirtækið ÍS-261 slf.
Tilgangur félagsins er að veita ráðgjöf; kaup, sala, rekstur, eignarhald og leiga fasteigna og hvers kyns lausafjár; eignarhald, kaup og viðskipti með hlutabréf, hluti í félögum, önnur verðbréf og hvers kynd önnur fjárhagsleg verðmæti og skyldur rekstur. Þá er félagið sjálfstæður skattaðili.
Teitur fer með prókúruumboð.
Illugi er einn þekktasti þingmaður Sjálfstæðismanna á þessari öld en hann sat á þingi fyrir flokkinn frá frá 2007 til 2016 og var mennta- og menningarmálaráðherra 2013–2017. Hann var einnig um tíma þingflokksformaður.
Teitur sat fyrir hönd flokksins á Alþingi í tvígang. Fyrst frá 2016 til 2017 og svo 2023 til 2024.


Komment