
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, fer eigin leiðir í lífinu. Slíkt var augljóst þegar hann ákvað að stofna sinn eigin fjölmiðil eftir að hafa verið fréttamaður í mörg ár hjá stórfyrirtækjum. Greiningar Snorra á ástandinu í samfélaginu hafa oft verið umdeildar en þær tryggðu honum þó sæti hjá Miðflokknum og á endanum á Alþingi.
Nýjasta greining Snorra er hins vegar með skemmtilega gamaldags nálgun en hann sagði í Spursmálum á mbl.is að ríkisstjórnin standi í raun á brauðfótum. Þetta veit Snorri af því að Kristrún Frostadóttir leit oftar á Þorgerði Katrinu Gunnarsdóttur en Ingu Sæland þegar ráðherrarnir héldu blaðamannafund um barnamál Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Næsta skref hlýtur að vera að lesa í dældir höfuðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fá úr því skorið hvort hann verði aftur forsætisráðherra á ævinni ...
Komment