
GarðabærKonan verður áfram í gæsluvarðhaldi
Mynd: Garðabær
Héraðsdómur Reykjaness hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir konu um þrítugt um þrjár vikur. Konan er grunuð um að hafa átt þátt í andláti föður síns sem átti sér stað í Garðabæ síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Hún var handtekin á heimili sínu og foreldra sinna á föstudag, þar sem faðir hennar, sem var á níræðisaldri, fannst alvarlega slasaður. Hann var fluttur á Landspítalann en lést þar síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan einnig grunuð um að hafa veitt móður sinni áverka.
Lögreglan hefur ákveðið að veita ekki frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.
Komment