1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

10
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Til baka

Geislafræðingar hafa þungar áhyggjur af þróun mála á Landspítalanum

„Það er tvö­föld bið eftir geisla­með­ferð“ og sú bið „er of löng“ segir Katrín Sigurðardóttir geislafræðingur

Katrín Sigurðardóttir
Katrín Sigurðardóttir geislafræðingurSegir bið eftir geislameðferð of langa
Mynd: Aðsend

„Það er tvö­föld bið eftir geisla­með­ferð“ og sú bið „er of löng“ segir Katrín Sigurðardóttir og bætir því við að „undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga.“

Katrín ljær máls á því að „starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir“ og hún segir að geislafræðingar sinni mikilvægum „störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð.“

Hún segir að það sem hafi komið fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sé að of fáir geislafræðingar sinna þessum störfum og það hafi ekki tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá kemur einnig fram að núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans eru rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera samkvæmt úttekt landlæknis frá árinu 2023.

Katrín nefnir að á undanförnum vikum hafi fjölmiðlar fjallað um að bið eftir „geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við“ og segir Katrín þessa stöðu leggjast „þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu.“

Samkvæmt Katrínu hafa geislafræðingar lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp.

„Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð“ og segir Katrín einnig að það verði einnig leitað til „erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag.“

Katrín segir að Félag geislafræðinga hafi átt fund með „heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar“ og segir Katrín að „heilbrigðisráðherra“ hafi greint frá „vilja til að kaupa 1 til 2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi sem og kjörum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Vegna listeríu sem fannst í vörunum er fólk beðið um að farga þeim eða skila
Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Vegna listeríu sem fannst í vörunum er fólk beðið um að farga þeim eða skila
Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Loka auglýsingu