
TilfelliðMaður nokkur tilkynnti um glerbrot í hrásalatinu.
Mynd: Facebook
Matvælastofnun hefur innkallað hrásalat frá Þykkvabæjar vegna „aðskotahlutar“ í salatinu. Þetta gerist í kjölfar þess að sjómaður nokkur í Reykjanesbæ greindi frá því á Facebook-síðunni Pabbatips að hann „fékk glerbrot í hrásalatinu í kvöld,“ eins og hann orðaði það.
Hrásalatið var með síðasta söludag 21. nóvember næstkomandi. Fólki er ráðlagt að neita sér um að neyta þess og farga þess í stað, eða skila í verslun þar sem vara var keypt eða í vöruhús Þykkvabæjar, Austurhrauni 5, 210 Garðabæ..
Innköllun
- Vörumerki: Þykkvabæjar ehf.
- Vöruheiti: Hrásalat 400 g box
- Best fyrir: 21.11.2025 og 22.11.2025
- Strikamerki: 5690599003473
- Nettómagn: 400 g
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Verslanir um allt land
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment