
Stjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson er ekki hrifinn af veðmálastarfsemi og segir ákveðna hræsni ríkja í kringum starfsemina.
Hann segir að bankinn nái alltaf sínu til baka:
„Ef menn vilja kasta peningum í veðmál þá bara endilega. En munið eitt. Að lokum vinnur bankinn alltaf.“
Glúmur segir að vissulega fari sumir „skynsamlega og hætta þegar hæst standa leikar. En svo eru aðrir sem kunna ekki að hætta. Og ég hef horft uppá menn missa hús sitt og bíl eða bíla og svo það sem meira er um vert alla heilu fjölskylduna í veðmálum. Sumsé tapað öllu.“ og það segir Glúmur vera „helvíti töff að díla við.“
Hann segir að „ríkisvaldið getur ekkert bannað veðmál á netinu. Eða í heimahúsum“ og að stofnanir á vegum „ríkisins fjármagna sig sumar á veðmálum. Háskólinn og SÁÁ til dæmis. Svo það er nokkur hræsni í þessu.“
Komment